Erlent

Rannsókn sýnir að Neanderdalsmenn grófu fólk

Brjánn Jónasson skrifar
Ástæður þess að fornmenn grófu lík er ekki þekkt, en bæði praktískar og trúarlegar ástæður gætu hafa legið þar að baki.Nordicphotos/AFP
Ástæður þess að fornmenn grófu lík er ekki þekkt, en bæði praktískar og trúarlegar ástæður gætu hafa legið þar að baki.Nordicphotos/AFP
Ný rannsókn á beinum Neanderdalsmanna sem fundust í Frakklandi bendir sterklega til þess að Neanderdalsmenn hafi grafið látið fólk.

Vísindamenn hafa lengi verið ósammála um hvort þessir fornmenn hafi grafið látna vini og ættingja, og bætast niðurstöður þessarar rannsóknar við aðrar sem sýna svipaðar niðurstöður.

Rannsóknin, sem fjallað eru um á vefnum Science News, sýnir meðal annars að bein dýra sem fundust á sama stað og bein Neanderdalsmannanna voru verr farin, sem bendir til þess að bein fornmannanna hafi verið grafin í jörð. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×