Erlent

Suður-afríski túlkurinn ákærður fyrir morð

Freyr Bjarnason skrifar
Samkvæmt suðurafrískri sjónvarpsstöð var Thamsanqa Jantjie ákærður fyrir morð og nauðgun. Fréttablaðið/AP
Samkvæmt suðurafrískri sjónvarpsstöð var Thamsanqa Jantjie ákærður fyrir morð og nauðgun. Fréttablaðið/AP
Stjórnvöld í Suður-Afríku sögðust í gær hafa frétt afþví að táknmálstúlkurinn á minningarathöfn um Nelson Mandela hefði eitt sinn verið ákærður fyrir morð. Að sögn fjölmiðla var hann einnig ákærður fyrir nauðgun og innbrot, og dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað.

Rannsókn stendur yfir á bakgrunni Thamsanqa Jantjie og hvers vegna hann var ráðinn sem túlkur við athöfnina. Hann stóð aðeins nokkra metra frá Barack Obama Bandaríkjaforseta, sem er einn mest verndaði maður heimsins. Á sviðinu voru einnig Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, og leiðtogar frá Kína, Brasilíu og Kúbu.

Fram hefur komið að enginn skildi táknmálstúlkunina. Jantjie gaf þá skýringu að hann hefði fengið geðklofakast og séð engla á meðan á túlkuninni stóð. „Við munum rannsaka málið til hlítar,“ sagði Phulma Williams, upplýsingafulltrúi stjórnvalda í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×