Erlent

Þingfylgi Úkraínustjórnar minnkar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Mótmælendum í Kíev fjölgaði til muna um helgina, eftir að lögreglan beitti valdi.
Mótmælendum í Kíev fjölgaði til muna um helgina, eftir að lögreglan beitti valdi. Mynd/EPA
Búist er við því að vantrauststillaga á ríkisstjórn Úkraínu verði borin undir atkvæði þingmanna, jafnvel strax í dag.

Þingfylgi stjórnarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu daga, en bæði sumir stjórnarliðar og óháðir þingmenn, sem hafa stutt stjórnina, hafa nú hlaupist undan merkjum.

Ólgan á þingi stafar af ákvörðun stjórnarinnar um að hætta við að undirrita samstarfssamning við Evrópusambandið í síðustu viku.

Fjölmenn mótmæli hafa verið nánast daglega á Sjálfstæðistorginu í höfuðborginni Kíev, og er farið að nefna torgið Evróputorg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×