Erlent

37 féllu í loftárás í Sýrlandi

37 manneskjur létust í sprengingum í Sýrlandi um helgina.
37 manneskjur létust í sprengingum í Sýrlandi um helgina.
Þyrlur sýrlenskra stjórnvalda slepptu tveimur öflugum sprengjum í tveimur árásum á þorpið al-Bab sem er í norðurhluta Sýrlands, skammt frá borginni Aleppo um helgina. Þorpið er í haldi uppreisnarmanna, en árásirnar urðu 37 manneskjum að bana.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur mestmegnis nýtt sér loftárásir í baráttunni gegn uppreisnarmönnum en uppreisnarmenn stjórna einnig stórum hluta borgarinnar Aleppo sem er fjölmennasta borg Sýrlands.

Þá hefur sýrlenski herinn einnig barist við uppreisnarmenn á Qalamoun-svæðinu, skammt frá landamærunum við Líbanon til koma í veg fyrir að fleiri uppreisnarmenn komist inn í landið og hindri samgöngur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×