Erlent

Drap mann og bútaði niður

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frúarkirkja sést hér bera við himinn í miðborg gömlu Dresden í Þýskalandi.
Frúarkirkja sést hér bera við himinn í miðborg gömlu Dresden í Þýskalandi. Nordicphotos/AFP
Þýskaland, APÞýskur lögreglumaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa drepið og bútan niður mann sem hann kynntist á netinu. Manninn dreymdi víst um að vera drepinn og étinn.

Haft er eftir Dieter Kroll, lögreglustjóra í Dresde, að hinn maðurinn hafi látist af stungusári á heimili árásarmannsins í Saxlandi fjórða þessa mánaðar.

Lögreglumaðurinn skar svo líkið í búta og gróf í garði sínum. Morðið átti sér stað um mánuði eftir að mennirnir kynntust í netspjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×