Erlent

Youtube loki á veðbankana

Þorgils Jónsson skrifar
Norska happdrættiseftirlitið skipar Youtube að loka á öll auglýsingamyndbönd erlendra veðmálafyrirtækja sem ætluð eru norskum notendum. Þetta kemur fram á vef Aftenposten.

Auglýsingar veðmálafyrirtækja eru bannaðar í Noregi. Myndböndin sem um ræðir hafa beinst að Norðmönnum enda á norsku. Forsvarsmenn Youtube brugðust við og lokuðu fyrir aðgang Norðmanna að efninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×