Erlent

Skilorð fyrir tómatakastið

Þorgils Jónsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt Fékk í sig tómat í Randers.
Helle Thorning-Schmidt Fékk í sig tómat í Randers.
Þrítugur Dani var í gær dæmdur í 20 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kastað tómat í Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra á útifundi í Randers í maí.

Maðurinn bar því við að hann hefði alls ekki ætlað að hitta ráðherrann heldur hefði hann miðað á fólk sem staðið hefði fyrir aftan Thorning og gert sig líklegt til að leysa niður um sig og sýna á sér afturendann.

Viðkomandi var skikkaður til að gangast undir ráðgjöf vegna áfengis- og kannabisneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×