Grínast með að þær ætli að falsa brasilískt vegabréf fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2013 09:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM í Svíþjóð og hefur staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili í norsku deildinni. Mynd/NordicPhotos/Getty Þrjár íslenskar landsliðskonur geta orðið norskir bikarmeistarar í dag þegar fjölþjóðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á möguleika á því að lyfta bikarnum í leikslok en hún er fyrirliði liðsins. „Það fór 0-0 þegar við mættum þeim síðast en þær voru töluvert betri í leiknum. Við erum eiginlega litla liðið því þær eru nýorðnar norskir meistarar. Þetta er samt bikarúrslitaleikur og það getur allt gerst,“ segir Guðbjörg. „Við náum alltaf að skapa okkur færi og skora mörk en varnarleikurinn verður að smella saman ef að við ætlum að vinna þennan leik. Ef ég held hreinu þá hljótum við að vinna, annars klárast ekki leikurinn,“ segir Guðbjörg létt.Mynd/NordicPhotos/GettyÞarf að eiga toppleik „Ég geri mér grein fyrir því að ef við ætlum að vinna þennan leik þá þarf ég að eiga toppleik. Það yrði einstök upplifun á ferlinum að taka við bikar utan landsteinanna. Ég hef líka spilað úrslitaleik í Svíþjóð þegar við í Djurgården töpuðum fyrir Örebro þegar Edda (Garðarsdóttir) og Ólína (Guðbjörg Viðarsdóttir) unnu. Ég hef tapað einu sinni úti og það er kominn tími á að vinna,“ segir Guðbjörg. „Þetta er allt öðru vísi leikur og fyrsta markið er ótrúlega mikilvægt. Það er draumur að geta gefið eitthvað til baka til eigandans sem hefur fjárfest svona mikið í þessu liði. Það væri líka geggjað fyrir bæinn ef við tækjum bikarinn. Þetta er lítið bæjarfélag og það væri gaman að geta gefið þeim titil.“ Undirbúningur liðsins hefur staðið í tæpar þrjár vikur og síðustu vikuna hefur áreitið verið töluvert. „Allt liðið fékk fría klippingu og litun frá einum styrktaraðila og þar voru tvær sjónvarpsstöðvar að taka viðtöl við okkur. Svo var NRK með okkur allan þriðjudaginn,“ segir Guðbjörg, en fékk allt liðið sér nokkuð sömu klippingu? „Nei. Ég litaði hárið aðeins dekkra, en Brassarnir eru alltaf að reyna að breyta mér í Brassa því þær vilja að ég spili fyrir Brasilíu. Þær vilja gefa mér brasilískt vegabréf þannig að ég var að grínast við þær að ég ætlaði að fá mér brasilíska klippingu,“ segir Guðbjörg.Mynd/NordicPhotos/GettyBrasilísku leikmennirnir Debinha og Rosana eru ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og norska landsliðsframherjanum Cecilie Pedersen í stórum hlutverkum í sókn liðsins. „Þær eru alltaf að grínast við mig að þær ætli að falsa vegabréf fyrir mig. Ég er náttúrulega búin að spila fyrir Ísland en ég held að þær eigi ekkert sérstakan markmann. Þær eru ótrúlega góðar og bestu leikmenn liðsins,“ segir Guðbjörg. Avaldsnes endaði í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni sem nýliði í deildinni en liðið var þó með 22 stigum færra en Stabæk. „Við áttum mjög góða seinni umferð og erum búnar að vera á uppleið. Vonandi toppum við bara á laugardaginn (í dag) og vinnum,“ segir Guðbjörg en Stabæk getur unnið bikarinn þriðja árið í röð. „Pressan er algjörlega á þeim og við höfum allt að vinna en auðvitað er pressan sem maður setur á sjálfa sig alltaf mest. Ég er klárlega að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Það væri ótrúlega gaman að taka við bikarnum,“ sagði Guðbjörg. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Þrjár íslenskar landsliðskonur geta orðið norskir bikarmeistarar í dag þegar fjölþjóðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á möguleika á því að lyfta bikarnum í leikslok en hún er fyrirliði liðsins. „Það fór 0-0 þegar við mættum þeim síðast en þær voru töluvert betri í leiknum. Við erum eiginlega litla liðið því þær eru nýorðnar norskir meistarar. Þetta er samt bikarúrslitaleikur og það getur allt gerst,“ segir Guðbjörg. „Við náum alltaf að skapa okkur færi og skora mörk en varnarleikurinn verður að smella saman ef að við ætlum að vinna þennan leik. Ef ég held hreinu þá hljótum við að vinna, annars klárast ekki leikurinn,“ segir Guðbjörg létt.Mynd/NordicPhotos/GettyÞarf að eiga toppleik „Ég geri mér grein fyrir því að ef við ætlum að vinna þennan leik þá þarf ég að eiga toppleik. Það yrði einstök upplifun á ferlinum að taka við bikar utan landsteinanna. Ég hef líka spilað úrslitaleik í Svíþjóð þegar við í Djurgården töpuðum fyrir Örebro þegar Edda (Garðarsdóttir) og Ólína (Guðbjörg Viðarsdóttir) unnu. Ég hef tapað einu sinni úti og það er kominn tími á að vinna,“ segir Guðbjörg. „Þetta er allt öðru vísi leikur og fyrsta markið er ótrúlega mikilvægt. Það er draumur að geta gefið eitthvað til baka til eigandans sem hefur fjárfest svona mikið í þessu liði. Það væri líka geggjað fyrir bæinn ef við tækjum bikarinn. Þetta er lítið bæjarfélag og það væri gaman að geta gefið þeim titil.“ Undirbúningur liðsins hefur staðið í tæpar þrjár vikur og síðustu vikuna hefur áreitið verið töluvert. „Allt liðið fékk fría klippingu og litun frá einum styrktaraðila og þar voru tvær sjónvarpsstöðvar að taka viðtöl við okkur. Svo var NRK með okkur allan þriðjudaginn,“ segir Guðbjörg, en fékk allt liðið sér nokkuð sömu klippingu? „Nei. Ég litaði hárið aðeins dekkra, en Brassarnir eru alltaf að reyna að breyta mér í Brassa því þær vilja að ég spili fyrir Brasilíu. Þær vilja gefa mér brasilískt vegabréf þannig að ég var að grínast við þær að ég ætlaði að fá mér brasilíska klippingu,“ segir Guðbjörg.Mynd/NordicPhotos/GettyBrasilísku leikmennirnir Debinha og Rosana eru ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og norska landsliðsframherjanum Cecilie Pedersen í stórum hlutverkum í sókn liðsins. „Þær eru alltaf að grínast við mig að þær ætli að falsa vegabréf fyrir mig. Ég er náttúrulega búin að spila fyrir Ísland en ég held að þær eigi ekkert sérstakan markmann. Þær eru ótrúlega góðar og bestu leikmenn liðsins,“ segir Guðbjörg. Avaldsnes endaði í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni sem nýliði í deildinni en liðið var þó með 22 stigum færra en Stabæk. „Við áttum mjög góða seinni umferð og erum búnar að vera á uppleið. Vonandi toppum við bara á laugardaginn (í dag) og vinnum,“ segir Guðbjörg en Stabæk getur unnið bikarinn þriðja árið í röð. „Pressan er algjörlega á þeim og við höfum allt að vinna en auðvitað er pressan sem maður setur á sjálfa sig alltaf mest. Ég er klárlega að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Það væri ótrúlega gaman að taka við bikarnum,“ sagði Guðbjörg.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira