Guðmunda hefur bætt sig mikið á milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 06:00 Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði 11 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Mynd/Anton Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna. Auk hennar detta úr hópnum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, Ásgerður Baldursdóttir og Ólína Viðarsdóttir sem er meidd. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn og er eini ungi framherjinn í liðinu. „Guðmunda hefur æft með okkur núna síðustu vikur og virkar í mjög góðu standi. Hún hefur bætt sig mikið á milli ára. Hún er gríðarlega kröftug, hefur sprengikraft og styrk sem getur nýst okkur vel,“ sagði Freyr. Freyr kallar líka aftur á Elísu Viðarsdóttur og Þórunni Helgu Jónsdóttur sem voru í EM-hópnum en ekki með á móti Sviss. Verða nýliðarnir í stórum hlutverkum? „Það er erfitt að segja núna. Það munu allir hafa hlutverk. Guðmunda og Þórunn gætu báðar byrjað þess vegna. Það kemur í ljós þegar við hittumst og sjáum stöðuna á hópnum," segir Freyr. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu en Freyr Alexandersson vildi ekki tjá sig um hver tæki við fyrirliðabandinu á blaðmannafundi í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eru líklegastar til að hreppa hnossið. En hverjir eru möguleikar Íslands að komast á HM? „Það er mjög erfitt að meta möguleikana. Við eigum alveg séns en það þarf mikið að gerast. Nú er kominn sá tímapuktur að undirbúa okkur fyrir hvern einasta leik. Einn í einu. Við þurfum að gjöra svo vel að fara til Serbíu, gera vel og vinna þann leik," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna. Auk hennar detta úr hópnum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, Ásgerður Baldursdóttir og Ólína Viðarsdóttir sem er meidd. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn og er eini ungi framherjinn í liðinu. „Guðmunda hefur æft með okkur núna síðustu vikur og virkar í mjög góðu standi. Hún hefur bætt sig mikið á milli ára. Hún er gríðarlega kröftug, hefur sprengikraft og styrk sem getur nýst okkur vel,“ sagði Freyr. Freyr kallar líka aftur á Elísu Viðarsdóttur og Þórunni Helgu Jónsdóttur sem voru í EM-hópnum en ekki með á móti Sviss. Verða nýliðarnir í stórum hlutverkum? „Það er erfitt að segja núna. Það munu allir hafa hlutverk. Guðmunda og Þórunn gætu báðar byrjað þess vegna. Það kemur í ljós þegar við hittumst og sjáum stöðuna á hópnum," segir Freyr. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu en Freyr Alexandersson vildi ekki tjá sig um hver tæki við fyrirliðabandinu á blaðmannafundi í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eru líklegastar til að hreppa hnossið. En hverjir eru möguleikar Íslands að komast á HM? „Það er mjög erfitt að meta möguleikana. Við eigum alveg séns en það þarf mikið að gerast. Nú er kominn sá tímapuktur að undirbúa okkur fyrir hvern einasta leik. Einn í einu. Við þurfum að gjöra svo vel að fara til Serbíu, gera vel og vinna þann leik," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira