Erlent

Tvær milljónir pílagríma í Mekka

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Á búfjármarkaði í Kabúl gátu menn keypt sér úlfalda til að fórna á hátíðinni.
Á búfjármarkaði í Kabúl gátu menn keypt sér úlfalda til að fórna á hátíðinni. Mynd/nordicphotos/AFP
Um tvær milljónir pílagríma víðs vegar að úr heiminum eru staddir í Sádi-Arabíu, þar sem þeir taka þátt í fórnarhátíðinni Eid-al-Adha.

Pílagrímarnir lögðu í gær leið sína upp á fjallið Arafat, rétt fyrir utan hina helgu borg Mekka. Þar á fjallinu er talið að Múhameð spámaður hafi flutt sína síðustu ræðu fyrir fjórtán öldum eða svo.

Þeir sem ekki komast til Mekka þetta árið halda sína fórnarhátíð heima fyrir og í gær báðu margir bænirnar sínar af meiri ákafa en aðra daga ársins, enda talið að þann dag séu menn bænheyrðir frekar en aðra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×