Athygli beint að Sýrlandi Brjánn Jónasson skrifar 12. október 2013 07:00 Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú varað í á þriðja ár og kallað dauða og örkuml yfir tugi þúsunda. Nordicphotos/AFP Með þeirri ákvörðun sinni að veita Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) friðarverðlaun Nóbels er Nóbelsnefndin að beina athygli heimsins að hryllilegum efnavopnum sem eru til í miklu magni enn í dag, en ekki síður að átökunum í Sýrlandi í víðara samhengi. Efnavopnastofnunin hlaut verðlaunin eftirsóttu fyrir sitt hlutverk við að rannsaka og eyða birgðum sýrlenskra stjórnvalda af taugagasi og öðrum efnavopnum. Verðlaunin voru veitt í Ósló í gær. Viðbrögð við ákvörðun Nóbelsnefndarinnar létu ekki á sér standa. Louay Safi, háttsettur talsmaður hóps uppreisnarmanna, sagði verðlaunin ekki tímabær og sagðist óttast að þau drægju athyglina frá „raunverulegum ástæðum stríðsins“. Fayez Sayegh, einn af talsmönnum sýrlenskra stjórnvalda, sagði verðlaunin sigur fyrir stjórn Bashirs Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði Sýrland nú ganga á undan með góðu fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem búa yfir efnavopnum.Ahmet UzumcuEfnavopnastofnunin var stofnuð árið 1997 til að fylgja eftir banni við notkun efnavopna. Stofnunin hefur aðsetur í Haag í Hollandi og hefur lítið komist í fréttirnar fyrr en Sameinuðu þjóðirnar fengu henni það hlutverk að rannsaka beitingu sýrlenskra stjórnvalda á efnavopnum gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Atburðir í Sýrlandi, þar sem efnavopnum hefur verið beitt, undirstrika nauðsyn þess að leggja enn meira kapp en áður á að eyða þessum vopnum,“ segir í yfirlýsingu Nóbelsnefndarinnar. Sýrland hefur þegar samþykkt að gerast aðili að samningi um bann við notkun efnavopna og verður 190. ríkið sem fær aðild að Efnavopnastofnuninni. „Atburðirnir í Sýrlandi minna okkur á að það er enn mikið verk óunnið,“ sagði Ahmet Uzumcu, framkvæmdastjóri Efnavopnastofnunarinnar, í gær. „Sýrlensk fórnarlömb hryllilegra efnavopnaárása eiga samúð okkar alla. Ég vonast til þess að þessi verðlaun og verkefni Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi muni auka líkur á friði í landinu og binda enda á þær hörmungar sem dunið hafa yfir sýrlensku þjóðina,“ sagði Uzumcu. Verðlaunaféð, sem jafngildir um 146 milljónum króna, verður nýtt til þeirra verka sem stofnunin sinnir sem hafa það að markmiði að útrýma endanlega öllum efnavopnum. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Með þeirri ákvörðun sinni að veita Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) friðarverðlaun Nóbels er Nóbelsnefndin að beina athygli heimsins að hryllilegum efnavopnum sem eru til í miklu magni enn í dag, en ekki síður að átökunum í Sýrlandi í víðara samhengi. Efnavopnastofnunin hlaut verðlaunin eftirsóttu fyrir sitt hlutverk við að rannsaka og eyða birgðum sýrlenskra stjórnvalda af taugagasi og öðrum efnavopnum. Verðlaunin voru veitt í Ósló í gær. Viðbrögð við ákvörðun Nóbelsnefndarinnar létu ekki á sér standa. Louay Safi, háttsettur talsmaður hóps uppreisnarmanna, sagði verðlaunin ekki tímabær og sagðist óttast að þau drægju athyglina frá „raunverulegum ástæðum stríðsins“. Fayez Sayegh, einn af talsmönnum sýrlenskra stjórnvalda, sagði verðlaunin sigur fyrir stjórn Bashirs Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði Sýrland nú ganga á undan með góðu fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem búa yfir efnavopnum.Ahmet UzumcuEfnavopnastofnunin var stofnuð árið 1997 til að fylgja eftir banni við notkun efnavopna. Stofnunin hefur aðsetur í Haag í Hollandi og hefur lítið komist í fréttirnar fyrr en Sameinuðu þjóðirnar fengu henni það hlutverk að rannsaka beitingu sýrlenskra stjórnvalda á efnavopnum gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Atburðir í Sýrlandi, þar sem efnavopnum hefur verið beitt, undirstrika nauðsyn þess að leggja enn meira kapp en áður á að eyða þessum vopnum,“ segir í yfirlýsingu Nóbelsnefndarinnar. Sýrland hefur þegar samþykkt að gerast aðili að samningi um bann við notkun efnavopna og verður 190. ríkið sem fær aðild að Efnavopnastofnuninni. „Atburðirnir í Sýrlandi minna okkur á að það er enn mikið verk óunnið,“ sagði Ahmet Uzumcu, framkvæmdastjóri Efnavopnastofnunarinnar, í gær. „Sýrlensk fórnarlömb hryllilegra efnavopnaárása eiga samúð okkar alla. Ég vonast til þess að þessi verðlaun og verkefni Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi muni auka líkur á friði í landinu og binda enda á þær hörmungar sem dunið hafa yfir sýrlensku þjóðina,“ sagði Uzumcu. Verðlaunaféð, sem jafngildir um 146 milljónum króna, verður nýtt til þeirra verka sem stofnunin sinnir sem hafa það að markmiði að útrýma endanlega öllum efnavopnum.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira