Sækjum til sigurs í Osló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna í gær. Mynd/Vilhelm „Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
„Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira