Erlent

13 þúsund rafbílar í Noregi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Tesla S var söluhæsti rafbíllinn í Noregi í september.
Tesla S var söluhæsti rafbíllinn í Noregi í september.
Norðmenn eiga nú yfir 13 þúsund rafmagnsbíla. Söluhæsti rafmagnsbíllinn í september síðastliðnum var Tesla S en alls seldust þá um 800 slíkir bílar, samkvæmt frétt Jyllands-Posten frá alþjóðlegri ráðstefnu um rafbíla.

Gert er ráð fyrir að sala á rafbílum í Noregi nemi 6 prósentum af allri bílasölu en í september var hlutfall rafbíla 9 prósent.

Norsk stjórnvöld hafa gefið eftir ýmis gjöld á rafbíla auk þess sem eigendur þeirra njóta ýmissa fríðinda í umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×