Erlent

Röng blóðgjöf og flökkubarn

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í annað skiptið sem Eirin Olseng var gefið blóð á sjúkrahúsinu Østfold í Noregi vegna mikils blóðmissis í tengslum við barnsfæðingu var um rangan blóðflokk að ræða, að því er norskir fjölmiðlar greina frá.

Daginn eftir fæðingu fjórða barns síns var föðurnum, Jonas Olseng, greint frá því að barnið lægi hjá móður sinni á gjörgæsludeildinni. Það gerði hinn nýfæddi sonur hins vegar ekki. Hann lá í vöggu við hlið annarrar konu á deildinni sem er með eftirnafnið Olsen.

Yfirmenn sjúkrahússins harma mistökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×