Kolbeinn og félagar mæta í sögulegan leik í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2013 07:30 Kolbeinn Sigþórsson bíður eftir fyrsta markinu sínu í Meistaradeildinni. Mynd/Nordicphotos/getty Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax hefja leik í Meistaradeildinni í kvöld. Verkefni kvöldsins er ekki af auðveldari gerðinni fyrir Ajax því liðið heimsækir Barcelona á Nývang. Íslenski landsliðsframherjinn verður væntanlega í fremstu víglínu hollenska liðsins í kvöld en Kolbeinn var vonandi bara hvíldur um síðustu helgi þegar hann byrjaði í fyrsta sinn á bekknum á tímabilinu. Kolbeinn náði aðeins að spila tvo fyrstu leiki hollenska liðsins í Meistaradeildinni í fyrra og missti þá bæði af því að spila við enska stórliðið Manchester City og mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Hann á enn eftir að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark og ekki væri slæmt ef það dytti inn á Nývangi í kvöld. Ajax og Barcelona eiga sér bæði mikla sögu og sá sem tengir þó félögin fremur en einhver annar er Johan Cruyff, sem gerði frábæra hluti á báðum stöðum bæði sem leikmaður og þjálfari. Þrátt fyrir þessi tengsl og velgengni beggja félaga í gegnum tíðina verður leikurinn í kvöld sá fyrsti þeirra á milli í sögu Evrópukeppninnar. Allir leikirnir hefjast klukkan 18.45 en á undan verður Hjörtur Hjartarson með upphitun á Stöð 2 Sport. Barcelona - Ajax verður í beinni á Stöð 2 Sport en á sama tíma er hægt að horfa á Marseille - Arsenal á S2 Sport 3 og Chelsea - Basel á S2 Sport 4. Hjörtur verður síðan með Meistaramörkin eftir leikina þar sem öll mörk kvöldsins verða sýnd. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax hefja leik í Meistaradeildinni í kvöld. Verkefni kvöldsins er ekki af auðveldari gerðinni fyrir Ajax því liðið heimsækir Barcelona á Nývang. Íslenski landsliðsframherjinn verður væntanlega í fremstu víglínu hollenska liðsins í kvöld en Kolbeinn var vonandi bara hvíldur um síðustu helgi þegar hann byrjaði í fyrsta sinn á bekknum á tímabilinu. Kolbeinn náði aðeins að spila tvo fyrstu leiki hollenska liðsins í Meistaradeildinni í fyrra og missti þá bæði af því að spila við enska stórliðið Manchester City og mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Hann á enn eftir að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark og ekki væri slæmt ef það dytti inn á Nývangi í kvöld. Ajax og Barcelona eiga sér bæði mikla sögu og sá sem tengir þó félögin fremur en einhver annar er Johan Cruyff, sem gerði frábæra hluti á báðum stöðum bæði sem leikmaður og þjálfari. Þrátt fyrir þessi tengsl og velgengni beggja félaga í gegnum tíðina verður leikurinn í kvöld sá fyrsti þeirra á milli í sögu Evrópukeppninnar. Allir leikirnir hefjast klukkan 18.45 en á undan verður Hjörtur Hjartarson með upphitun á Stöð 2 Sport. Barcelona - Ajax verður í beinni á Stöð 2 Sport en á sama tíma er hægt að horfa á Marseille - Arsenal á S2 Sport 3 og Chelsea - Basel á S2 Sport 4. Hjörtur verður síðan með Meistaramörkin eftir leikina þar sem öll mörk kvöldsins verða sýnd.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira