Þriðjungur allra matvæla sem framleidd eru í heiminum skemmist og fer í ruslið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.
Stofnunin segir að í auðugri löndum heims sé einkum kæruleysi neytenda um að kenna en í fátækari löndunum sé það fyrst og fremst ófullkomin uppskerutækni sem veldur sóuninni.
Í skýrslunni segir að sóunin valdi umhverfistjóni, því henni fylgi bæði meiri kolefnislosun og mikil vatnsnotkun, auk þess sem framleiðslan sé landfrek.
Þriðjungi matvæla í heiminum hent í ruslið
Guðsteinn Bjarnason skrifar
