Innlent

Verða að fylgja námskránni

Útskrifaðir nemendur úr Ferðamálaskóla Íslands geta ekki fengið fulla aðild að Félagi leiðsögumanna.
Útskrifaðir nemendur úr Ferðamálaskóla Íslands geta ekki fengið fulla aðild að Félagi leiðsögumanna. Fréttablaðið/vilhelm
Félag leiðsögumanna vill upplýsa að útskrifaðir nemendur úr Ferðamálaskóla Íslands geta ekki fengið fulla aðild að félaginu.

Ástæðan er sú að Ferðamálaskóli Íslands kennir ekki eftir námskrá menntamálaráðuneytisins. Til þess að geta fengið aðild að félaginu þarf að hafa lokið réttu námi og samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins er þar krafist ákveðins fjölda eininga úr framhaldsskóla og háskóla.

Félag leiðsögumanna hefur fengið fjölda fyrirspurna varðandi þetta síðustu daga og vill leiðrétta allan misskilning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×