Var fótbrotin þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Hollandi Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2013 07:30 Dagný verður frá keppni næstu vikurnar. fréttablaðið/arnþór Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“ Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“
Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira