Erlent

Skipaferðir um Norður-Íshafið margfaldast

Munað getur 10 til 15 dögum í siglingu sé farið norður fyrir Rússland frekar en suðurleiðina.
Munað getur 10 til 15 dögum í siglingu sé farið norður fyrir Rússland frekar en suðurleiðina. Nordicphotos/AFP
Aldrei hafa fleiri skip fengið leyfi til að sigla yfir Norður-Íshafið, norður með strönd Rússlands milli Atlantshafs og Kyrrahafs.

Þetta árið má búast við að meira en 200 skipum verði siglt þessa leið, meira en fjórum sinnum fleiri en sigldu hana á síðasta ári. Og fimmtíu sinnum fleiri en fyrir tveimur árum.

Reiknað er með því að skipaferðum muni halda áfram að fjölga eftir því sem hafísinn víkur meir á sumrin. Ekki er þó talið að þessi siglingaleið geti hentað til vöruflutninga í stórum stíl næstu árin, því enn um sinn verður suðurleiðin um Súesskurðinn mun hagkvæmari. Þá leið sigla um 30 þúsund skip á hverju ári.

Norðurskautsleiðin getur því sparað tíu til fimmtán daga siglingu og eldsneyti upp á hundruð tonna þegar siglt er frá Noregi til Kína.

Hér er miðað við norðausturleiðina svonefndu, sem liggur norðan við Rússland, en á næstu áratugum má búast við að norðvesturleiðin opnist líka, en hún liggur norður fyrir Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×