Hundrað milljónum gæti rignt í Hafnarfirði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 FH-ingar fagna í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Stefán Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel. Evrópudeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira