Erlent

Feit lifur hjálpar hvíthákörlum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Þessi vill vera með feita lifur.
Þessi vill vera með feita lifur.
Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að feit lifur hjálpar hvíthákörlum að komast þær löngu ferðir sem þeir taka á sig. Hvíthákarlinn í Austur-Kyrrahafi fer frá ströndum Kaliforníu til Havaí á vorin og snýr aftur síðsumars.

Rannsóknin leiddi í ljós að hann eyðir orku sem hann hefur safnað fyrir í fitu í lifrinni og þannig missir hann flotfærni, sem gerir hann hraðari í förum. Greint var frá þessu á vísindavefnum Science News í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×