Erlent

Læða með bulldog-hvolp á spena

Lurlene hefur gengið Noland í móðurstað.
Lurlene hefur gengið Noland í móðurstað. Mynd/AP
Læðan Lurlene, sem býr á dýraheimili í borginni Cleveland í Bandaríkjunum, lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún hefur tekið að sér munðarlausa pitbull-hvolpinn Noland og hefur hann á spena ásamt fjórum kettlingum sínum.

Noland var skilinn eftir á dýraheimilinu, einungis dagsgamall, fyrir um viku síðan. Starfsfólkið þar ákvað að leggja hvolpinn hjá læðunni, enda er ekki alltaf víst að hvolpar taki mjólk úr pela.

Lurlene tók honum vel og hleypti á spena, en hætt er við því að önnur úrræði verði að finna á næstu vikum, enda vex hvolpurinn nokkuð hraðar en uppeldissystkin hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×