Barnaklám hjá starfsmanni frístundamiðstöðvar Stígur Helgason skrifar 21. júní 2013 07:00 Á annað hundrað kynferðislegar myndir af börnum fundust í tölvu mannsins. Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur rúmlega sextugum starfsmanni á frístundaheimili fyrir vörslu barnakláms. Á annað hundrað ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt fundust í tölvu hans í desember. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Hann segir borgaryfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum. „Það er auðvitað mjög alvarlegt mál þegar starfsmenn sem eru að vinna með börnum og unglingum verða uppvísir að svona nokkru. Viðbrögð borgarinnar eru eftir því.“ Bjarni segir foreldrum barna á frístundaheimilinu ekki hafa verið gert viðvart um málið. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn sem höfðu ráðist á hann tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“.Björgvin BjörgvinssonMaðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. „Það er svo mikið af verkefnum í tölvurannsóknardeildinni að tölvan var ekki skoðuð fyrr en löngu síðar. Þetta var ekki forgangsverkefni,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Það er mikið álag á tölvudeildina og þetta er ein afleiðing þess.“Árásarmenn fengu þunga dóma Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur rúmlega sextugum starfsmanni á frístundaheimili fyrir vörslu barnakláms. Á annað hundrað ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt fundust í tölvu hans í desember. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Hann segir borgaryfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum. „Það er auðvitað mjög alvarlegt mál þegar starfsmenn sem eru að vinna með börnum og unglingum verða uppvísir að svona nokkru. Viðbrögð borgarinnar eru eftir því.“ Bjarni segir foreldrum barna á frístundaheimilinu ekki hafa verið gert viðvart um málið. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn sem höfðu ráðist á hann tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“.Björgvin BjörgvinssonMaðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. „Það er svo mikið af verkefnum í tölvurannsóknardeildinni að tölvan var ekki skoðuð fyrr en löngu síðar. Þetta var ekki forgangsverkefni,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Það er mikið álag á tölvudeildina og þetta er ein afleiðing þess.“Árásarmenn fengu þunga dóma Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira