Erlent

Grunuð um að hafa reynt að kæfa ungan son sinn

Þorgils Jónsson skrifar
Ung kona í Noregi reyndi að kæfa tveggja ára son sinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ung kona í Noregi reyndi að kæfa tveggja ára son sinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Nordicphoto/afp
Rúmlega tvítug kona er í haldi norsku lögreglunnar, grunuð um að hafa reynt að myrða tveggja ára son sinn.

Lögregla heldur því fram að verknaðurinn hafi átt sér stað á föstudag en móðirin neitar sök. Hún var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald á mánudag. Rannsóknin hélt áfram í gær þar sem nágrannar konunnar var yfirheyrt, sem  og heilbrigðisstarfsfólk sem annaðist drenginn í fyrstu.

Drengurinn er við góða heilsu að sögn norskra miðla, en er nú í umsjón barnaverndaryfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×