Sökuð um dylgjur um Vatnsendaskuldabréf gar skrifar 31. maí 2013 11:00 Guðríður Arnardóttir „Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
„Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira