Erlent

41 ríki tekur þátt í heræfingum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Heræfingarnar á Persaflóa eiga að standa til 30. maí.
nordicphotos/afp
Heræfingarnar á Persaflóa eiga að standa til 30. maí. nordicphotos/afp
Bandaríkjaher mun fara fyrir heræfingum 41 ríkis á Persaflóa næstu vikur.

Æfa á viðbrögð við hugsanlegum íhlutunum Íran í olíuflutninga um Hormússund. Manama, höfuðborg Barein, verður miðstöð æfinganna en þar hefur Bandaríkjaher varanlega herstöð.

Íranar hafa hótað því að hafa áhrif á olíuflutninga ef Vesturlönd hættu ekki að gagnrýna kjarnorkuáætlanir þeirra. Þá hafa Íranar lagt áherslu á að efla sjóflota sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×