Erlent

Kraftmiklir í umferðinni

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Tveir menn sinna erindum sínum á fílsbaki í höfuðborginni Nýju-Delhi.nordicphotos/AFP
Tveir menn sinna erindum sínum á fílsbaki í höfuðborginni Nýju-Delhi.nordicphotos/AFP
Á Indlandi er ekki óalgeng sjón að sjá fíla úti á götum innan um strætisvagna og aðrar bifreiðar.

Tamdir fílar gegna þar margs konar hlutverki, allt frá því að vera notaðir í skrautsýningar til þess að bera þungar byrðar á götum stórborganna.

Auk þúsunda taminna fíla eru nærri 30 þúsund villtir fílar á Indlandi. Stöðugt er reyndar þrengt að búsvæði þeirra viltu og ólögleg veiði ógnar jafnframt stofninum. Á hinn bóginn ógna villtu fílarnir einnig íbúum í smærri þorpum og dreifbýli. Þeir fara stundum óðir um í hópum og eyðileggja uppskeru og eignir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×