Fréttastjóri RÚV segir tillögu á þingi óhæfu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gagnrýnir að stjórnmálaflokkar eigi að fá "frítt spil í dagskránni“. Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira