Vilja ekki mannlausar njósnavélar Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. febrúar 2013 01:00 Ómönnuð flugför hafa kostað þúsundir manna í Pakistan lífið á forsetatíð Baracks Obama. Þingmenn Demókrataflokksins frá að minnsta kosti ellefu ríkjum Bandaríkjanna vilja banna notkun ómannaðra flugfara, svipaðra þeim sem notuð hafa verið af bandarísku leyniþjónustunni til njósna og árása í Pakistan, Afganistan, Jemen og fleiri stöðum fjarri Bandaríkjunum. Þingmennirnir óttast að þessi tæki verði misnotuð til að njósna um bandaríska ríkisborgara. Hröð þróun hefur verið í smíði slíkra flygilda. Þau hafa orðið æ smærri og jafnframt ódýrari, svo notkun þeirra gæti hæglega orðið töluvert útbreidd innan skamms tíma verði ekki sett um þau skýr lög. Í vikunni birtu bandarískir fjölmiðlar svo ódagsett leyniskjal úr bandaríska dómsmálaráðuneytinu, sem sýnir hvaða rök ráðamenn hafa notað til að réttlæta notkun ómannaðra flygilda til manndrápa í fjarlægum heimshlutum. Barack Obama, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2009, þá nýtekinn við embætti forseta, hefur á forsetatíð sinni stóreflt notkun þessara ómönnuðu flygilda. Flestar hafa þær verið í Pakistan, þar sem meira en 360 árásir síðustu fimm árin hafa kostað um 3.000 manns lífið. Í leyniskjalinu kemur fram að bandarísk stjórnvöld telja sig vera í fullum rétti til þess að drepa einstaklinga innan landamæra annarra ríkja, „til dæmis ef það er gert með samþykki stjórnar gistiríkisins eða eftir að hafa gengið úr skugga um að gistiríkið skortir annaðhvort getu eða vilja til að koma í veg fyrir þá hættu sem stafar af viðkomandi einstaklingi, skotmarkinu." Annars er í minnisblaðinu einkum verið að skoða hvort bandarísk lög heimili útsendurum Bandaríkjanna að taka bandaríska ríkisborgara af lífi innan landamæra annarra ríkja. Niðurstaðan er sú að þrjár forsendur þurfi að vera til þess. Fyrsta forsendan er sú að háttsettur og vel upplýstur embættismaður í Bandaríkjastjórn hafi gengið úr skugga um að af viðkomandi einstaklingi, sem er skotmarkið, stafi bein hætta á ofbeldisárás gegn Bandaríkjunum. Önnur forsendan er sú að ekki sé framkvæmanlegt að handtaka viðkomandi einstakling. Þriðja forsendan er sú að drápið sé framkvæmt með þeim hætti að það samrýmist meginreglum alþjóðlegra stríðslaga. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú ákveðið að gera ítarlega rannsókn á áhrifum árása ómannaðra flygilda á almenna borgara. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessar árásir og segja þær skapa stöðuga skelfingu í samfélögum sem árum saman hafa mátt búa við þessa ógn. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins frá að minnsta kosti ellefu ríkjum Bandaríkjanna vilja banna notkun ómannaðra flugfara, svipaðra þeim sem notuð hafa verið af bandarísku leyniþjónustunni til njósna og árása í Pakistan, Afganistan, Jemen og fleiri stöðum fjarri Bandaríkjunum. Þingmennirnir óttast að þessi tæki verði misnotuð til að njósna um bandaríska ríkisborgara. Hröð þróun hefur verið í smíði slíkra flygilda. Þau hafa orðið æ smærri og jafnframt ódýrari, svo notkun þeirra gæti hæglega orðið töluvert útbreidd innan skamms tíma verði ekki sett um þau skýr lög. Í vikunni birtu bandarískir fjölmiðlar svo ódagsett leyniskjal úr bandaríska dómsmálaráðuneytinu, sem sýnir hvaða rök ráðamenn hafa notað til að réttlæta notkun ómannaðra flygilda til manndrápa í fjarlægum heimshlutum. Barack Obama, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2009, þá nýtekinn við embætti forseta, hefur á forsetatíð sinni stóreflt notkun þessara ómönnuðu flygilda. Flestar hafa þær verið í Pakistan, þar sem meira en 360 árásir síðustu fimm árin hafa kostað um 3.000 manns lífið. Í leyniskjalinu kemur fram að bandarísk stjórnvöld telja sig vera í fullum rétti til þess að drepa einstaklinga innan landamæra annarra ríkja, „til dæmis ef það er gert með samþykki stjórnar gistiríkisins eða eftir að hafa gengið úr skugga um að gistiríkið skortir annaðhvort getu eða vilja til að koma í veg fyrir þá hættu sem stafar af viðkomandi einstaklingi, skotmarkinu." Annars er í minnisblaðinu einkum verið að skoða hvort bandarísk lög heimili útsendurum Bandaríkjanna að taka bandaríska ríkisborgara af lífi innan landamæra annarra ríkja. Niðurstaðan er sú að þrjár forsendur þurfi að vera til þess. Fyrsta forsendan er sú að háttsettur og vel upplýstur embættismaður í Bandaríkjastjórn hafi gengið úr skugga um að af viðkomandi einstaklingi, sem er skotmarkið, stafi bein hætta á ofbeldisárás gegn Bandaríkjunum. Önnur forsendan er sú að ekki sé framkvæmanlegt að handtaka viðkomandi einstakling. Þriðja forsendan er sú að drápið sé framkvæmt með þeim hætti að það samrýmist meginreglum alþjóðlegra stríðslaga. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú ákveðið að gera ítarlega rannsókn á áhrifum árása ómannaðra flygilda á almenna borgara. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessar árásir og segja þær skapa stöðuga skelfingu í samfélögum sem árum saman hafa mátt búa við þessa ógn.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira