Erlent

Heili Sharons starfar í dáinu

Greinileg heilastarfsemi er hjá Ariel Sharon eftir sjö ár í dái. nordicphotos/AFP
Greinileg heilastarfsemi er hjá Ariel Sharon eftir sjö ár í dái. nordicphotos/AFP
Ísraelskir og bandarískir vísindamenn segja að heilastarfsemi sé merkjanleg hjá Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sem hefur verið í dái frá því hann fékk heilablóðfall fyrir sjö árum.

Gerðar voru nýjar rannsóknir á Sharon í síðustu viku, þar sem honum voru sýndar ljósmyndir af fjölskyldu hans og leikin fyrir hann upptaka af rödd sonar hans. Myndir af heilanum sýndu eðlileg viðbrögð við þessu skynáreiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×