Karlaflensan virðist til eftir allt saman Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2013 07:00 Kenningar eru uppi um að heilar karla og kvenna nemi og stýri hitabreytingum í líkamanum á ólíkan hátt og því verði karlar veikari en konur þegar þeir fá kvef eða flensu. Nordicphotos/AFP Ólík virkni heila kynjanna leiðir til þess að karlar verða veikari en konur af umgangspestum ýmiss konar. Þetta er niðurstaða Amöndu Ellison, prófessors í lífeðlisfræði við Durham-háskóla í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph hefur eftir Ellison, sem einnig er hluti af teymi sem stundar rannsóknir á taugakerfi mannsins, að ástæða þess að karlar verði veikari en konur sé að stöð heilans sem stýrir margvíslegri virkni líkamans, þar á meðal hitastigi, sé öðruvísi í þeim en í konum. Ellison byggir niðurstöðu sína á samantekt margvíslegra nýrra rannsókna á mannsheilanum. Hún birtir niðurstöður sínar í bókinni Getting Your Head Around the Brain, en í henni er áhersla lögð á muninn á milli kynjanna. „Rannsóknir mínar snúa að því hvernig ólíkir hlutar heilans hafa samskipti hver við annan," segir Ellison. Kynin segir hún þó byrja ævina jafnfætis hvað umgangspestir varðar, þar sem umrætt svæði heilans (preoptic-kjarninn) sé jafnstórt í piltum og stúlkum. Við kynþroska verði hins vegar breytingar í undirstúku heilans vegna testósterónframleiðslu drengja sem leiði til þess að svæðið stækki. „Þegar fólk fær kvef þá bregst líkaminn við árásinni með hita," hefur Telegraph eftir Ellison. „Karlar hafa hins vegar fleiri hitanema þar sem þetta svæði heilans er stærra hjá þeim en í konum. Vegna þessa fá karlar hærri hita og líður verr. Og kvarti þeir undan slæmri líðan sinni er það ef til vill ekki að ástæðulausu," segir hún.Þórir B. Kolbeinsson, fyrrverandi formaður Félags íslenskra heimilislækna og yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Hellu, segist ekki hafa áður heyrt af þessum kenningum. Með fyrirvara um að hafa ekki skoðað niðurstöður eða frumgögn telur hann þær þó ekki endilega út í bláinn. „Ég leyfi mér bara að vitna í að löngum hefur því verið haldið fram, sérstaklega af kvenþjóðinni, að karlar beri sig lakar og séu kvartsárari þegar þeir veikjast," segir Þórir, en kveðst til þessa fremur hafa skrifað slíkar kenningar á togstreituna á milli kynjanna. „En kannski er eitthvað annað að koma í ljós." Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Ólík virkni heila kynjanna leiðir til þess að karlar verða veikari en konur af umgangspestum ýmiss konar. Þetta er niðurstaða Amöndu Ellison, prófessors í lífeðlisfræði við Durham-háskóla í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph hefur eftir Ellison, sem einnig er hluti af teymi sem stundar rannsóknir á taugakerfi mannsins, að ástæða þess að karlar verði veikari en konur sé að stöð heilans sem stýrir margvíslegri virkni líkamans, þar á meðal hitastigi, sé öðruvísi í þeim en í konum. Ellison byggir niðurstöðu sína á samantekt margvíslegra nýrra rannsókna á mannsheilanum. Hún birtir niðurstöður sínar í bókinni Getting Your Head Around the Brain, en í henni er áhersla lögð á muninn á milli kynjanna. „Rannsóknir mínar snúa að því hvernig ólíkir hlutar heilans hafa samskipti hver við annan," segir Ellison. Kynin segir hún þó byrja ævina jafnfætis hvað umgangspestir varðar, þar sem umrætt svæði heilans (preoptic-kjarninn) sé jafnstórt í piltum og stúlkum. Við kynþroska verði hins vegar breytingar í undirstúku heilans vegna testósterónframleiðslu drengja sem leiði til þess að svæðið stækki. „Þegar fólk fær kvef þá bregst líkaminn við árásinni með hita," hefur Telegraph eftir Ellison. „Karlar hafa hins vegar fleiri hitanema þar sem þetta svæði heilans er stærra hjá þeim en í konum. Vegna þessa fá karlar hærri hita og líður verr. Og kvarti þeir undan slæmri líðan sinni er það ef til vill ekki að ástæðulausu," segir hún.Þórir B. Kolbeinsson, fyrrverandi formaður Félags íslenskra heimilislækna og yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Hellu, segist ekki hafa áður heyrt af þessum kenningum. Með fyrirvara um að hafa ekki skoðað niðurstöður eða frumgögn telur hann þær þó ekki endilega út í bláinn. „Ég leyfi mér bara að vitna í að löngum hefur því verið haldið fram, sérstaklega af kvenþjóðinni, að karlar beri sig lakar og séu kvartsárari þegar þeir veikjast," segir Þórir, en kveðst til þessa fremur hafa skrifað slíkar kenningar á togstreituna á milli kynjanna. „En kannski er eitthvað annað að koma í ljós."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira