Erlent

Óeirðir hafa kostað tugi lífið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Óánægjan kraumar undir niðri í Egyptalandi.nordicphotos/AFP
Óánægjan kraumar undir niðri í Egyptalandi.nordicphotos/AFP
Meira en fimmtíu manns hafa látist í óeirðum í Egyptalandi síðan á fimmtudag í síðustu viku. Í gær beitti lögreglan táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Kaíró.

Helsta bandalag stjórnarandstæðinga hafnar boði Mohammeds Morsi forseta um viðræður, en á sunnudag lýsti Morsi yfir neyðarástandi í þremur borgum landsins.

Óeirðirnar hófust í lok síðustu viku, eftir að 21 sakborningur hlaut dauðadóm vegna óláta á fótboltaleik í borginni Port Said á síðasta ári. Þau ólæti kostuðu 44 manns lífið. Óánægja almennings með Morsi forseta hefur átt drjúgan þátt í að kynda undir mótmælin og óeirðirnar síðustu daga. Ekki síst er almenningur ósáttur við það hve illa hefur gengið að koma efnahagslífinu í gang.

Morsi forseti kom hins vegar fram í sjónvarpi á sunnudag, þar sem hann fór mikinn, æpti á köflum. Hann sagðist ekki vilja grípa til harðra lögregluaðgerða en ef almenningi væri stofnað í hættu myndi hann ekki hika við að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×