Erlent

Bændur óttast ekki úlfafár

Þorgils Jónsson skrifar
Danskir sauðfjárbændur hafa litlar áhyggjur.
Danskir sauðfjárbændur hafa litlar áhyggjur.
Eftir tveggja alda fjarveru eru úlfar farnir að gera vart við sig í Danmörku á ný. Sérfræðingar eru sannfærðir um að úlfurinn sé kominn til að vera en sauðfjárbændur eru þó ekki uggandi um að þeir komi til með að leggjast á fé og valda vandræðum eins og í Noregi þar sem tvö til fjögur prósent fjár enda í úlfskjafti.

Formaður félags danskra sauðfjárbænda segir þvert á móti að það hljóti að vera rými fyrir öll dýr í Danmörku. Verði dýrbítar vandamál verður hægt að bregðast við þá og þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×