Erlent

Fleiri vasaþjófnaðir í Danmörku

Þorgils Jónsson skrifar
Vasaþjófnuðum hefur fjölgað mikið í Danmörku síðustu fimm árin. Flest tilfellin eiga sér stað í Kaupmannahöfn.
Vasaþjófnuðum hefur fjölgað mikið í Danmörku síðustu fimm árin. Flest tilfellin eiga sér stað í Kaupmannahöfn.
Sannkölluð sprenging hefur orðið í fjölda tilkynninga um vasaþjófnaði í Danmörku síðustu ár, en tilkynningum fjölgaði um 40 prósent frá 2007 fram á síðasta ár. Frá þessu segir í Metroxpress.

Alls var tilkynnt um 37.696 vasaþjófnaði á landsvísu í fyrra og voru flest tilfellin í Kaupmannahöfn, rúmlega tuttugu þúsund.

„Í langflestum tilfellum þegar rænt er úr töskum, vösum eða farangri er um vasaþjófa að ræða," segir Arne Wissing hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn. „Þetta er óheillaþróun sem við ætlum að taka hart á á þessu ári."

Wissing segir að í flestum tilfellum sé um farsímastuld að ræða og að glæpamenn frá Austur-Evrópu séu þar að verki.

Fjölgun brota af þessari tegund á sér stað um alla Evrópu að því er Wissing segir, meðal annars í Noregi og Svíþjóð.

Í Noregi eru konur langoftast fórnarlömb vasa- og töskuþjófnaða, eða í 65 prósentum tilfella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×