Erlent

Rannsókn á barnaníði hætt

Christian Pfeiffer
Christian Pfeiffer
Kaþólska kirkjan í Þýskalandi hefur blásið af óháða rannsókn viðurkennds fræðimanns á kynferðisglæpum innan kirkjunnar.

Árið 2011 bað kirkjan prófessor Christian Pfeiffer, við Afbrotafræðistofnun Neðra-Saxlands, að rannsaka gögn um misbeitingu allt frá árinu 1945. Rannsóknin var hluti af viðleitni kirkjunnar eftir að kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum í Þýskalandi og víðar komust í hámæli árið 2010. Pfeiffer segir samstarfið við kirkjuna hafa gengið vel í fyrstu, en síðan hafi biskupsdæmið í München farið fram á óásættanlega stjórn yfir rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×