Erlent

Reykjandi múslímar stöðvaðir

Tungumálaörðugleikar eiga ekki að koma í veg fyrir að menn hætti að reykja. Þetta er mat yfirvalda í Kaupmannahöfn sem ákváðu að láta tóbaksvarnarráðgjafa stöðva múslíma á leið til föstudagsbænar.

Múslímarnir voru ávarpaðir á arabísku og þeim tjáð að hægt væri að fá aðstoð án endurgjalds við að drepa í sígarettunni.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að yfir helmingur útlendinga í Danmörku vill hætta reykingum, að því er segir í frétt á vef Jyllands-Posten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×