Erlent

Gröf leynt fyrir tengdamömmu

Manu Sareen kirkjumálaráðherra
Manu Sareen kirkjumálaráðherra
Sóknarnefnd á Norður-Sjálandi hefur í þrjú ár neitað að upplýsa Ann Brydholm um hvar leiði sonar hennar, Claus Brydholm, er. Leiðið var á leynilegum stað í kirkjugarðinum í Karlebo og án legsteins þar til fyrir stuttu vegna óska ekkjunnar en nú hafa jarðneskar leifar Brydholms verið fluttar annað, að því er greint er frá í Jyllands-Posten.

Biskupinn í Helsingjaeyri, Lise-Lotte Rebel, benti formanni sóknarnefndarinnar, Ellen Ladhøj, á það fyrir tveimur árum að það kynni að brjóta í bága við lög að neita Brydholm um upplýsingar um hvar sonur hennar væri jarðsettur. Ladhøj kveðst skilja óskir móðurinnar. Hún vill þó heldur fara í fangelsi en segja henni hvar leiðið er. Segir hún það vera af tillitssemi við börn Claus Brydholms.

Málið er nú komið á borð Manu Sareens kirkjumálaráðherra.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×