Óvissa um afdrif 30 gísla Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Gíslarnir voru fegnir eftir að hafa verið frelsaðir af alsírska hernum. Alls voru um 650 gíslar frelsaðir og þessi skjámynd af frétt sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazairia 3 gær sýnir hluta þeirra. nordicphotos/afp Enn var ekkert vitað um afdrif um þrjátíu starfsmanna í gasvinnslustöð í Alsír í gærkvöldi. Hryðjuverkamenn segja gíslatökuna vegna hernaðarafskipta Frakka í nágrannaríkinu Malí. Um 650 gíslar voru frelsaðir í gær. Ekkert var vitað um afdrif um þrjátíu manna sem voru teknir sem gíslar í In Amenas-gasvinnslustöðinni í Alsír á miðvikudag, þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ríkisfjölmiðill í Alsír sagði að um 650 gíslar hefðu sloppið úr klóm mannræningjanna. APS-fréttastofan, sem er ríkisfjölmiðill, sagði að 573 Alsírbúar og um 100 af þeim 132 erlendum starfsmönnum gasvinnslustöðvarinnar hefði verið bjargað. Nákvæmur fjöldi þeirra sem voru teknir í gíslingu var enn á reiki í gærkvöldi. Talið var að einhverjir starfsmenn hafi falið sig í vinnslustöðinni, sem er gríðarlega stór. Hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtökunum al-Kaída standa fyrir gíslatökunni, sem hófst á miðvikudagsmorgun í þessari afskekktu vinnslustöð nálægt landamærunum við Líbíu. Breska olíufyrirtækið BP og norska olíufyrirtækið Statoil reka gasvinnslustöðina ásamt Sonatrach, ríkisolíufélagi Alsírs. Á fimmtudag réðust svo stjórnarhermenn inn í vinnslustöðina til þess að reyna að frelsa gíslana. Yfirvöld í Alsír segja að í þeirri atlögu hafi tveir Bretar og tveir Filippseyingar látist, og að tölur hryðjuverkamannanna um mannfall væru ýktar, en talsmaður hryðjuverkamannanna sagði við fjölmiðla að 35 gíslar og fimmtán hryðjuverkamenn hefðu látist. Hryðjuverkamennirnir buðu í gær að þeir myndu sleppa tveimur bandarískum gíslum í skiptum fyrir að Bandaríkjamenn slepptu tveimur hryðjuverkamönnum sem eru þar í fangelsi, samkvæmt fréttatilkynningu sem send var fréttastofunni ANI í Máritaníu. Þá sagði talsmaður þeirra að frekari árásir yrðu gerðar. Hann varaði alla Alsírbúa við því að vera nálægt byggingum erlendra fyrirtækja, þar sem árásir yrðu gerðar þar sem fólk ætti síst von á þeim. Stjórnmálaskýrendur segja að yfirvöld í þeim ríkjum sem eiga starfsmenn í Alsír séu reið vegna viðbragða alsírskra yfirvalda. Sú reiði verði þó ekki látin almennilega í ljós opinberlega vegna mikilvægis þátttöku Alsírs í stríðinu gegn hryðjuverkum auk þess sem olíu- og gaslindir landsins eru mikilvægar mörgum vestrænum ríkjum. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Enn var ekkert vitað um afdrif um þrjátíu starfsmanna í gasvinnslustöð í Alsír í gærkvöldi. Hryðjuverkamenn segja gíslatökuna vegna hernaðarafskipta Frakka í nágrannaríkinu Malí. Um 650 gíslar voru frelsaðir í gær. Ekkert var vitað um afdrif um þrjátíu manna sem voru teknir sem gíslar í In Amenas-gasvinnslustöðinni í Alsír á miðvikudag, þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ríkisfjölmiðill í Alsír sagði að um 650 gíslar hefðu sloppið úr klóm mannræningjanna. APS-fréttastofan, sem er ríkisfjölmiðill, sagði að 573 Alsírbúar og um 100 af þeim 132 erlendum starfsmönnum gasvinnslustöðvarinnar hefði verið bjargað. Nákvæmur fjöldi þeirra sem voru teknir í gíslingu var enn á reiki í gærkvöldi. Talið var að einhverjir starfsmenn hafi falið sig í vinnslustöðinni, sem er gríðarlega stór. Hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtökunum al-Kaída standa fyrir gíslatökunni, sem hófst á miðvikudagsmorgun í þessari afskekktu vinnslustöð nálægt landamærunum við Líbíu. Breska olíufyrirtækið BP og norska olíufyrirtækið Statoil reka gasvinnslustöðina ásamt Sonatrach, ríkisolíufélagi Alsírs. Á fimmtudag réðust svo stjórnarhermenn inn í vinnslustöðina til þess að reyna að frelsa gíslana. Yfirvöld í Alsír segja að í þeirri atlögu hafi tveir Bretar og tveir Filippseyingar látist, og að tölur hryðjuverkamannanna um mannfall væru ýktar, en talsmaður hryðjuverkamannanna sagði við fjölmiðla að 35 gíslar og fimmtán hryðjuverkamenn hefðu látist. Hryðjuverkamennirnir buðu í gær að þeir myndu sleppa tveimur bandarískum gíslum í skiptum fyrir að Bandaríkjamenn slepptu tveimur hryðjuverkamönnum sem eru þar í fangelsi, samkvæmt fréttatilkynningu sem send var fréttastofunni ANI í Máritaníu. Þá sagði talsmaður þeirra að frekari árásir yrðu gerðar. Hann varaði alla Alsírbúa við því að vera nálægt byggingum erlendra fyrirtækja, þar sem árásir yrðu gerðar þar sem fólk ætti síst von á þeim. Stjórnmálaskýrendur segja að yfirvöld í þeim ríkjum sem eiga starfsmenn í Alsír séu reið vegna viðbragða alsírskra yfirvalda. Sú reiði verði þó ekki látin almennilega í ljós opinberlega vegna mikilvægis þátttöku Alsírs í stríðinu gegn hryðjuverkum auk þess sem olíu- og gaslindir landsins eru mikilvægar mörgum vestrænum ríkjum.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira