Erlent

Vilja bæta makríl og hval við ályktun

Fulltrúar á Evrópuþinginu leggja til margs konar breytingartillögur að ályktun um Ísland.
Fulltrúar á Evrópuþinginu leggja til margs konar breytingartillögur að ályktun um Ísland.
Frekari áhersla á makríldeiluna og hvalveiðar eru meðal þess sem Evrópuþingmenn hafa lagt fram í breytingartillögu við ályktunartillögu um aðildarviðræður Íslands við ESB.

Tillagan er unnin af utanríkismálanefnd Evrópuþingsins í tilefni af árlegri framvinduskýrslu framkvæmdastjórnarinnar um aðildarferlið. Hún mun að öllum líkindum verða tekin til lokaumræðu í mars þar sem tekin verður afstaða til hverrar breytingartillögu, en þær voru lagðar fram áður en ríkisstjórnin ákvað að hægja ferðina í viðræðunum.

Áherslur þeirra sem leggja til breytingar má bæði skýra með þjóðerni viðkomandi þingmanna og stjórnmálaskoðun. Til dæmis leggur Hollendingur til að lausn Icesave verði skilyrði fyrir aðild Íslands, Írinn Pat the Cope Gallagher kallar eftir sáttum í makríldeilunni og hvetur Ísland til að nálgast viðræður með það í huga að finna lausn sem allir aðilar geta sætt sig við, og þinghópur græningja undirstrikar að lög ESB taki fyrir veiðar á hval og sel, ásamt því að þeir fagna nýrri reglugerð ESB um aðgerðir gegn ríkjum sem haga veiðum með ósjálfbærum hætti, það er makrílveiðum Íslands og Færeyja.

Grænir leggja hins vegar til að það sem skrifað er um Icesave-dómsmálið verði fellt úr textanum.

Þá hvetur Christian Dan Preda, sem fer með málefni tengd Íslandi innan þingsins, til þess að hvalveiðar verði ræddar á víðum grundvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×