Innlent

Allir lýsa sig saklausa af Aurum-ákærunni

Stígur Helgason skrifar
Í héraðsdómi í gær. Allir sakborningarnir voru viðstaddir þingfestinguna í gær. Þeir eru, frá vinstri, Bjarni Jóhannesson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson.
Í héraðsdómi í gær. Allir sakborningarnir voru viðstaddir þingfestinguna í gær. Þeir eru, frá vinstri, Bjarni Jóhannesson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Vísir/Valli
Sakborningarnir fjórir í Aurum-máli sérstaks saksóknara neituðu sök við þingfestingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var yfir fyrirtækjasviði bankans, eru ákærðir sem aðalmenn í umboðssvikum með því að hafa lánað FS38, dótturfélagi Fons, sex milljarða til að kaupa hlut Fons í skartgripakeðjunni Aurum á yfirverði.

Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotum hinna tveggja. Fjórmenningarnir voru allir viðstaddir þingfestinguna.

Verjendur sakborninganna lögðu fram bókun í þinghaldinu og mótmæltu því að saksóknari fengi að leggja fram ógrynni gagna sem alls eru á sjötta þúsund talsins. Þá fór Lárus fram á að málinu yrði frestað, þar sem hann væri til rannsóknar í fjölmörgum málum og hefði rétt á að málin væru öll sameinuð í eitt ef til ákæru kæmi.

Tekist verður á um þessi atriði í sérstöku þinghaldi 16. janúar.

Saksóknari heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, eigandi Fons, hafi hagnast persónulega, hvor um sinn milljarðinn, á viðskiptunum. FS38 er gjaldþrota og ekkert fékkst upp í sex milljarða kröfuna.

Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.Vísir/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×