Sjúklingar sem eiga að gangast undir aðgerð á Skáni í Svíþjóð þurfa að vera reyklausir 6 til 8 vikum fyrir aðgerðina. Reykleysið þarf að vara í jafnlangan tíma eftir aðgerðina, samkvæmt ákvörðun yfirvalda.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að slíkar ráðstafanir fækka vandamálum tengdum aðgerðum um 40 prósent. Ekki er útilokað að aðgerð verði frestað vilji sjúklingar ekki hætta að reykja fyrir hana. Aðgerð verður þó ekki frestað mörgum sinnum, að því er haft er eftir talsmanni yfirvalda á fréttavef Metro.
Reykbann fyrir skurðaðgerðir
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
