Erlent

Forsætisráðherra Líbíu rænt í morgun

Gunnar Valþórsson skrifar
Árás var gerð í dögun á hótel í höfuðborginni Trípólí þar sem Zeitan hafði aðsetur.
Árás var gerð í dögun á hótel í höfuðborginni Trípólí þar sem Zeitan hafði aðsetur. AP
Forsætisráðherra Líbíu, Ali Zeidan, var í morgun rænt af hópi vopnaðra manna.

Árás var gerð í dögun á hótel í höfuðborginni Trípólí þar sem Zeitan hafði aðsetur. Árásarmennirnir ruddust inn til hans og tóku á brott með sér og ekki er vitað hvar hann er nú niðurkominn.

Málið er enn mjög óljóst og segja sumar heimildir BBC fréttastofunnar að hann hafi verið handtekinn af embættismönnum stofnunar sem berst gegn spillingu í landinu en aðrar segja að honum hafi einfaldlega verið rænt.

Á þriðjudaginn í þessari viku sendi Zeitan út ákall til Vesturveldanna um að þau stöðvi vopnaða herflokka í landinu sem fara með öll völd á sumum svæðum í landinu og á mánudag var hann í viðtali á BBC þar sem hann fullyri að Líbía væri orðin miðstöð vopnasmygls í miðausturlöndum og að það þyrfti að stöðva þegar í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×