Erlent

Póstur verði ekki borinn heim

Póstburður heim að dyrum gæti innan áratugar heyrt sögunni til í Bandaríkjunum.
Póstburður heim að dyrum gæti innan áratugar heyrt sögunni til í Bandaríkjunum. nordicphotos/AFP
Fyrir Bandaríkjaþingi liggur nú frumvarp um að frá og með árinu 2022 hætti ríkið að láta bera út póst heim til fólks.

Þess í stað verði einkapóstur skilinn eftir ýmist í pósthólfum á götuhornum eða póstkössum fyrir fjöldapóst.

Sitt sýnist hverjum um þessi áform, en hugmyndin er sú að spara ríkinu fé. Á síðasta ári var póstþjónusta Bandaríkjanna rekin með 16 milljarða dala tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×