Læra um heimspeki með stjórnmálaspili Nanna Elísabet Jakobsdóttir skrifar 25. júlí 2013 08:00 Ármann Halldórsson hefur áhuga á spunaspilum og sér í þeim góða leið til þess að virkja nemendur. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að vera gaman í skólanum,“ segir Ármann Halldórsson, en hann er nú í óða önn að hanna spunaspil til þess að nýta í heimspekikennslu. Lærdómsríkt er að spila og mikilvægt að skapa áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra að sögn Ármanns sem hannar nú spilið Klappland, sem ætlað er í heimspekikennslu en mun einnig fara í almenna sölu. „Vinnuheitið á spilinu er Klappland. Leikmenn eru í upphafi stjórnmálamenn og eiga að ná fram ákveðnum markmiðum, embættum og stefnumálum,“ útskýrir Ármann. Hann segir það hlutverkaspil en þó ekki í sama skilningi og það þekktasta, Dungeons and Dragons. „Þetta spil er, og verður að vera, miklu aðgengilegra fyrir almenning.“ Spilið sameinar hluti úr spunaspilaheiminum og heimi borðspilanna. „Ég vil hafa eins mikið í höndum spilaranna og hægt er þannig að þeim líði eins og þeir séu að hafa áhrif á framvindu leiksins. Ekki bara af því að þetta og hitt spilið var dregið.“ Ármann er mikill talsmaður fjölbreyttari kennsluhátta. „Einhæfni gerir það að verkum að skólinn höfðar til ákveðinnar tegundar af nemendum sem ná sambandi við efnið og ná árangri. Það þarf ekkert að umbylta öllu, það er gott og gilt að gera stíl og leggja fyrir próf, en það er hluti af fjölbreytninni að taka eitthvað nýtt inn og blanda því saman þannig að úr verði áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra. Þannig vinnum við gegn brottfalli.“ Ármann fullyrðir að það að spila sé ákaflega lærdómsríkt ef vel heppnast. Hugmyndin að Klapplandi kviknaði í febrúar þegar hann hélt röð fyrirlestra um lýðræði í skólum. Lýðræði er fyrirbæri sem er flókið og erfitt, og líka á vissan hátt vanrækt í skólakerfinu. Áhugavert er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera skólakerfið lýðræðislegra, en einnig að fræða nemendur um lýðræði og réttarríkið.“ Ármann sótti nú í vor um styrk frá Rannís úr Þróunarsjóði námsgagna. „Ég fékk fullan styrk, var himinlifandi og hoppandi með það, og því fer næsta ár mikið í að þróa þetta spil sem námstæki en líka sem spil sem mun fara á almennan markað á næsta ári. Þetta verður spil fyrir tólf ára og eldri þar sem fólk sest niður og breytist í klækjarefi stjórnmálanna.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að vera gaman í skólanum,“ segir Ármann Halldórsson, en hann er nú í óða önn að hanna spunaspil til þess að nýta í heimspekikennslu. Lærdómsríkt er að spila og mikilvægt að skapa áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra að sögn Ármanns sem hannar nú spilið Klappland, sem ætlað er í heimspekikennslu en mun einnig fara í almenna sölu. „Vinnuheitið á spilinu er Klappland. Leikmenn eru í upphafi stjórnmálamenn og eiga að ná fram ákveðnum markmiðum, embættum og stefnumálum,“ útskýrir Ármann. Hann segir það hlutverkaspil en þó ekki í sama skilningi og það þekktasta, Dungeons and Dragons. „Þetta spil er, og verður að vera, miklu aðgengilegra fyrir almenning.“ Spilið sameinar hluti úr spunaspilaheiminum og heimi borðspilanna. „Ég vil hafa eins mikið í höndum spilaranna og hægt er þannig að þeim líði eins og þeir séu að hafa áhrif á framvindu leiksins. Ekki bara af því að þetta og hitt spilið var dregið.“ Ármann er mikill talsmaður fjölbreyttari kennsluhátta. „Einhæfni gerir það að verkum að skólinn höfðar til ákveðinnar tegundar af nemendum sem ná sambandi við efnið og ná árangri. Það þarf ekkert að umbylta öllu, það er gott og gilt að gera stíl og leggja fyrir próf, en það er hluti af fjölbreytninni að taka eitthvað nýtt inn og blanda því saman þannig að úr verði áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra. Þannig vinnum við gegn brottfalli.“ Ármann fullyrðir að það að spila sé ákaflega lærdómsríkt ef vel heppnast. Hugmyndin að Klapplandi kviknaði í febrúar þegar hann hélt röð fyrirlestra um lýðræði í skólum. Lýðræði er fyrirbæri sem er flókið og erfitt, og líka á vissan hátt vanrækt í skólakerfinu. Áhugavert er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera skólakerfið lýðræðislegra, en einnig að fræða nemendur um lýðræði og réttarríkið.“ Ármann sótti nú í vor um styrk frá Rannís úr Þróunarsjóði námsgagna. „Ég fékk fullan styrk, var himinlifandi og hoppandi með það, og því fer næsta ár mikið í að þróa þetta spil sem námstæki en líka sem spil sem mun fara á almennan markað á næsta ári. Þetta verður spil fyrir tólf ára og eldri þar sem fólk sest niður og breytist í klækjarefi stjórnmálanna.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira