Fagnar þjálfaraskiptunum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2013 07:56 Skúli Jón Friðgeirsson var að gefast upp á Jörgen Lennartsson sem var ekki búinn að leyfa honum að spila neitt í ár. NordicPhotos/Getty Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira