Sigurður Ragnar boðaður til Englands í viðtal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2013 14:31 Sigurður Ragnar kom íslenska kvennalandsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð. Nordicphotos/Getty „Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira
„Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira