Erlent

Býður upp á mat úr ruslinu

Veitingastaðurinn býður upp á veislumat úr grænmeti sem er komið fram yfir síðasta söludag.
Veitingastaðurinn býður upp á veislumat úr grænmeti sem er komið fram yfir síðasta söludag.
Veitingastaðurinn Rub & Stub í Kaupmannahöfn býður viðskiptavinum sínum upp á veislumat sem búinn er til úr ávöxtum og grænmeti sem stórmarkaðir og bændur myndu annars fleygja.

„Á hverjum degi verðum við að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og hugsa hvernig við getum búið til girnilegan matseðil úr því hráefni sem við höfum,“ segir Tore Heerup, einn eiganda Rub & Stub.

Hugmyndin með Rub & Stub er að berjast gegn offramleiðslu og mengun. Eigendur staðarins nýta því ávexti og grænmeti sem eru komnir fram yfir síðasta söludag og stórmarkaðir eða bændur myndu fleygja í ruslið.

Tveir launaðir starfsmenn eru á Rub & Stub en auk þess vinna þar hátt í hundrað sjálfboðaliðar. Allur ágóði rennur í þróunaraðstoð í Sierra Leone.

Staðurinn opnaði í sumar og hefur notið gríðarlegra vinsælda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×