Erlent

Zeman kjörinn forseti Tékklands

Zeman fagnar sigri í kosningunum í dag.
Zeman fagnar sigri í kosningunum í dag. Nordicphotos/AFP
Milos Zeman, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, hefur verið kjörinn forseti Tékklands í fyrstu beinu forsetakosningunum þar í landi.

Zeman, sem er 68 ára og vinstrimaður, er hallur undir nánari samvinnu við Evrópusambandið. Hann fékk 54,8% atkvæða en utanríkisráðherrann, Karel Schwarzenberg, 45,2%.

Zeman tekur við starfinu af Vaclav Klaus sem setið hefur í forsetastóli frá árinu 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×