Erlent

200 þúsund viðstaddir vígslumessu

Frans I, nýkjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar, tók formlega við embætti við vígsluathöfn í dag.

Það var margt um manninn á Péturstorgi í Vatíkaninu þar sem athöfnin fór fram, en talið er að um 200 þúsund manns hafi fylgst með messunni.

Þótti hún í styttra lagi, en Frans beindi orðum sínum að þjóðarleiðtogum heimsins og almenningi, og sagði að standa þyrfti vörð um hina fátæku og veikburða.

Fréttastofa Telegraph tók saman það helsta úr athöfninni, sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×