Íslandsvinurinn og klámmyndaleikarinn Ron Jeremy berst nú fyrir lífi sínu á Cedar-Sinai spítalanum í Los Angeles eftir að hann var lagður þar inn vegna slagæðagúlps nærri hjarta.
Leikarinn alræmdi keyrði sjálfur á spítala eftir að hann fann fyrir miklum verkjum í brjósti. Við athugun kom í ljós slagæðagúlpur nærri hjarta. Hann þarf því að gangast undir skurðaðgerð.
Leikarinn er 59 ára gamall og hefur leikið í yfir 2000 klámmyndum á yfir 40 ára ferli sem klámmyndastjarna. Þá hefur hann einnig leikið í venjulegum kvikmyndum, þáttum og veruleikþáttum.
Ron Jeremy heiðraði Íslendinga með nærveru sinni árið 2002 þegar heimildarmyndin Porn Star: The Legend of Ron Jeremy var sýnd í Háskólabíói.
